Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-011
Fjárhæð 1.700.000
Umsækjandi Snorri Þór Tryggvason
Stjórnandi Snorri Þór Tryggvason
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Gera á handteiknað, vatnslitað gönguleiðakort af Ásbyrgi og nærliggjandi umhverfi og þannig auka skilning og áhuga á íslenskri náttúru og ábyrgri náttúru umgengni.

Þrívítt gönguleiðakort af Ásbyrgi og nágrenni mun verða fræðandi og skemmtileg viðbót við þær heimildir sem til eru af svæðinu en markmiðið er að draga fram þær áherslur í eitt notendavænt kort sem nýtist öllum þeim sem hafa áhuga á landsvæðinu og þeirra sem vilja fræðast um náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs og perlur hans. Miðað er að því að verkefnið mæti jafnt þörfum ferðamanna, heimamanna og náttúrunnar. Útfærsla þrívíða gönguleiðakortsins og sú fræðsla sem þar má sækja verður sett fram á auðskiljanlegan hátt þannig að ferðamenn á öllum aldri eiga auðvelt með að njóta þess. Markmið hennar að auka skilning og áhuga, bæði landsmanna og erlendra ferðamanna fyrir náttúruvernd og mikilvægi varðveislu þessarar náttúruperlu. Með fallegri, handgerðri, vatnslitaðri teikningu af svæðinu verður til kort sem mun vekja verðskuldaða athygli að Ásbyrgi og nágrenni og með fræðandi texta og fallegum ljósmyndum vekur kortið upp áhuga á náttúruvernd og varðveislu Vatnajökulsþjóðgarðs. Slíkt kort verður einnig eigulegur gripur, eitthvað sem fólk mun halda í langt fyrir utan ferðir sínar á Íslandi og mun sá vatnsheldi tyvek pappír sem notaður verður í kortinu tryggja endingargildi þess. Kortið verður aðgengilegt innan jafnt sem utan þjóðgarðsins og þannig vekja athygli og áhuga á svæðinu hjá þeim sem búa eða eru að ferðast á öðrum landshlutum. Einnig verður kortið aðgengilegt á internetinu en þar mun það ná til enn stærri og fjölbreyttari hóps og þannig auka á aðsókn áhugasamra og upplýstra ferðamanna að svæðinu. Verkefnið miðar að því að vinna út frá vistvænum áherslum, en reynt verður að stuðla að því að umferð ferðamanna hafi sem minnst neikvæð áhrif á náttúru og umhverfi. Þar að auki verða gerðar teikningar af helstu blómum og trjátegundum sem finna má á svæðinu og gerðar aðgengilegar á væntanlegri vefsíðu kortsins.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.