Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-013
Fjárhæð 1.942.500
Umsækjandi Náttúrustofa Austurlands
Stjórnandi Kristín Ágústsdóttir
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að tryggja áframhaldandi jákvæða upplifun manna af hreindýrum í þjóðgarðinum. Með því að lágmarka mögulega truflun og neikvæð áhrif gesta á hreindýr er stuðlað að sjálfbærri stjórnun svæðisins og nýtingu auðlinda þess. Fjölgun ferðamanna er fyrirsjáanleg á svæðinu. Reynsla af friðlýstum svæðum erlendis hefur sýnt að hreindýr breyta ferðahegðun sinni og forðast svæði þar sem mikil truflun er af mannavöldum. Í ljósi vaxandi ferðamannastraums í Vatnajökulsþjóðgarði er mikilvægt að bregðast hratt við og kortleggja mikilvæg svæði fyrir hreindýr á austur- og suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og í næsta nágrenni hans.

Í Vatnajökulsþjóðgarði fjölgaði erlendum gestum hlutfallslega meira árið 2014 en á landinu í heild. Áfram er gert er ráð fyrir mikilli fjölgun. Hreindýr eru mikið aðdráttarafl innan þjóðgarðsins. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að fjölfarnar gönguleiðir og umferð fólks getur fælt frá hreindýr og haft áhrif á ferðir þeirra. Hegðun breyttist jafnvel við takmarkaða umferð 30 gesta á dag á ákveðnum svæðum. Brugðist hefur verið við með því að stýra umferð og lágmarka truflun á hreindýr á mikilvægum tímum ársins, s.s. á burðartíma og við farleiðir. Stefnt er því að að skilgreina svæði sem eru mikilvæg fyrir hreindýr á mismunandi tímum ársins innan þjóðgarðsins og í næsta nágrenni hans, s.s. burðarsvæði, sumarbeitarsvæði og farleiðir. Svæðin verða borin saman við tímabundnar friðlýsingar, gönguleiðakort, aðstöðu og annað sem mótar ferðahegðun gesta í þjóðgarðinum. Markmiðið er að tryggja farsæla sambúð manna og dýra og stuðla þannig að sjálfbærri nýtingu hreindýraauðlindarinnar innan þjóðgarðsins.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.