Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-014
Fjárhæð 1.500.000
Umsækjandi Þorsteinn Jóhannsson
Stjórnandi Hörður Þórhallsson
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að kynna Hoffell, Heinaberg og Höfn í Hornafirði betur fyrir ferðamönnum með markvissum hætti.

Náttúruperlurnar Skaftafell og Jökulsárlón sem eru vestast í sveitarfélaginu laða til sín mikinn fjölda ferðamanna. Ríki Vatnajökuls vill leita leiða til að fjölga þeim ferðamönnum, sem leggja leið sína alla leið til Hafnar, á minna þekkt svæði innan þjóðgarðsins, þ.e.a.s. Hoffell og Heinaberg. Þau myndbönd sem framleidd verða hafa þetta markmið að leiðarljósi. Framleitt verður grípandi og skemmtilegt kynningarefni fyrir Heinaberg, Hoffell og Höfn í Hornafirði. Efnið verður myndrænt og lifandi fremur en háfleigt og fræðandi. Afþreyingargildið skiptir ekki síður máli en fræðslugildið. Lögð verður áhersla á hvaða afþreyingu svæðið hefur upp á bjóða á skemmtilegan hátt með myndrænum hætti þar sem falleg náttúra sýslunnar verður í aðalhlutverki.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.