Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-015
Fjárhæð 1.981.000
Umsækjandi Svarmi ehf.
Stjórnandi Tryggvi Stefánsson
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið snýst um að nota ómönnuð loftför, hönnuð og smíðuð á Íslandi til þess að safna gögnum til að búa til þrívítt landlíkan og loftmynd af náttúrufyrirbærum á Íslandi. Gögn þessi verða margfalt betri en þau gögn sem til eru í dag hvað upplausn og nákvæmni varðar. Í verkefni þessu verður Ásbyrgi og hluti farvegs Jökulsár á fjöllum myndaður og kortlagður og verða gögnin nýtt á þrennskonar hátt. Í fyrsta lagi verða öll gögn gefin til Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands þar sem þau verða nýtt til rannsókna og betrumbóta á rennslislíkani vegna Jökulsár á fjöllum. Í öðru lagi verða þrívíð líkön 3D prentuð og boðin ferðamönnum til sölu sem áhuga hafa á jarðfræðisögu svæðisins. Í þriðja lagi er stefnt að því að nýta gögnin í sýndarveruleika umhverfi sem meðal annars mun gera hreyfihömluð kleift að ferðast um svæðið án nokkura takmarkana innan fárra ára.

Með verkefni þessu er verið að stuðla að aukinni þekkingu almennings á náttúru og sögu þjóðgarðsins. Þetta er gert beint með því að bjóða almenningi að kaupa 3D prentuð líkön í fullum lit af náttúrufyrirbæri og þannig skoða náttúruna frá öðru sjónarhorni þar sem auðveldlega má greina fyrirbæri sem vegna stærðar sinnar er erfitt að greina á jörðu niðri svo sem stór hraunflæði. Ennfremur er stefnt að því að stuðla að aukinni þekkingu almennings með því að bjóða upp á ferðalög um svæðin í sýndarveruleika en sýndarveruleiki hentar einstaklega vel til fræðslu. Ofan á þrívíðu líkönin í sýndarveruleika má bæta við ýmsum sögulegum þáttum svo sem að gefa kosti á að upplifa flóð, eldgos, snjókomu og rigningu þar sem teikna má inn flóð og eldgos á þrívítt líkan, þannig að fólk upplifir þessar aðstæður í rauntíma og sér náttúruna þróast líkt og fólk væri statt sjálft á svæðinu án þeirrar hættu sem því mundi fylgja. Nýta má þessi þrívíðu módel til þess að skapa allskonar öðruvísi sögu innan þjóðgarðsins eða jafnvel framtíðarspár. Auk þess má nýta sýndarveruleika til að æfa fólk til að bregðast við hamförum innan þjóðgarðsins. Reikna má ennfremur með því að sýndarveruleiki geti aukið áhuga barna og unglinga á náttúrunni þar sem sýndarveruleiki getur verið áhrifarík upplifun. 3D prentuð líkön og sýndarveruleiki getur ennfremur vakið aukna athygli umheimsins á þeim náttúrufyrirbærum sem finna má innan þjóðgarðsins þar sem þessir miðlar bjóða upp á ýmis ný tækifæri. Óbeint er jafnramt verið að stuðla að aukinni þekkingu almennings með því að færa vísindamönnum betri gögn sem stuðla að auknum og betri skilningi á náttúru Íslands sem mun síðan skila sér til almennings. Þessi þekking skilar sér meðal annars í betri flóðaspám þar sem betri líkön verða til af farvegi Jökulsár á fjöllum og þar með auka öryggi innan þjóðgarðsins.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.