Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-016
Fjárhæð 352.500
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður - austursvæði
Stjórnandi Ragna Fanney Jóhannsdóttir
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Sótt er um styrk til þess að hanna og láta framleiða 13 skilti með upplýsingum um plöntur sem vaxa í nágrenni Snæfellsskála á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Skálinn er staðsettur í um 800 metra hæð yfir sjávarmáli við rætur Snæfells sem er hæsta fjall landsins utan jökla eða 1833 m.y.s. Skiltin eiga að hjálpa gestum svæðisins að kynnast sumum þeirra plantna sem einkenna svæðið. Á svæðinu vaxa nokkrar háfjallaplöntur en þar vaxa einnig plöntur sem má finna á láglendi Íslands. Það er því einkar fjölbreytt flóra á svæðinu. Gerðar voru tilraunir sumrin 2014 og 2015 með að gefa upplýsingar um nokkrar plöntur í næsta nágreni skálans. Leiddu þær tilraunir í ljós mikinn áhuga gesta á að fá fræðslu um gróðurfar á svæðinu. Er því vilji Vatnajökulsþjóðgarðs að gera enn betur við gesti hanns og bjóða upp á varanlegri lausn og frekari fræðslu um þær plöntur sem vaxa á þessu annars hrjóstruga svæði. Með það að markmið að stuðla að aukinni þekkingu og góðri upplifun þeirra gesta sem ferðast um öræfin í kringum Snæfell. - Auðvelda gestum þjóðgarðsins að greina helstu plöntur í nágrenni Snæfells, og hjálpa þeim að vera meðvitaðri um umhverfið sitt. Einnig er ætlunin að auka þekkingu landvarða sem vinna á svæðinu.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.