Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-017
Fjárhæð 660.000
Umsækjandi Svavar Jónatansson
Stjórnandi Svavar Jónatansson
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmiðið er að skapa þrjú stutt (7-12 mín hvert) myndbandsverk frá Skaftafellsjökli, Svínafellsjökli og Falljökli ásamt hljóðupptökum sem fanga sérstætt landslag og andrúmsloft þeirra. Myndbandsverkin, ólíkt fyrri verkum unnum á svæðinu, einblína á fyrrnefnda jökla og þau fyrirbæri sem þar er að finna. Verkin verða ekki í formi hefðbundinna heimildamynda heldur notast við ljóðræna nálgun og andrúmsloft sem dregur áhorfandann inn í veröld jökulsins á ólíkum árstímum. Með notkun texta og eða yfirlesturs verður sagnfræðilegum/vísindalegum upplýsingum miðlað. Reynsla verkefnisstjóra af vinnu við skriðjökla í yfir áratug mun nýtast við mótun og framkvæmd verksins, ásamt samstarfi og aðstoð þeirra sem til svæðisins þekkja, þar á meðal vísindamanna, bænda og jöklaleiðsögumanna sem verkefnisstjóri þekkir. 

Myndbandsverkið mun miðla sérstæðri sýn á landslagið þar sem andrúmsloft svæðisins getur blandast sagnfræði og jarðfræði sem einkennir það. Sterk tenging landslags við fyrrnefnda þætti mun veita dýpri sýn á hið nána samband sem frá landnámstíð hefur verið til staðar, í gegnum hin ólíku tímabil Íslandssögunnar.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.