Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-019
Fjárhæð 651.500
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður Norðursvæði
Stjórnandi Hjörleifur Finnson þjóðgarðsvörður
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að gera sögu og staðhætti sýnilegri fyrir gestum þjóðgarðsins og auka þannig þekkingu almennings. Upplýsinga skilti munu auðga upplifun gesta á gönguleið sem nefnd er Svínadalshringur (V- 6 á kortum þjóðgarðsins) og liggur m.a um Kallbjarg og heiðabýlið Svínadal. Skiltin munu veita gestum sýn inn í horfinn heim og sérstaka sögu um búsetu við Jökulsárgljúfrin sem ekki má glatast.

Unnin verða þrjú fræðslu- og upplýsingaskilti sem sett verða upp við gamla bæjarstæði heiðabýlsins Svínadals skammt suður af Vesturdal við Jökulsárgljúfur. Jörðin var harðbýl en grösug þar sem búið var við fábrotnar aðstæður allt til ársins 1946. Fjölmargar mannvistarleifar og örnefni bera samspili manns og náttúru vitni og segja sögu af horfnum heimi sem vert er að gera skil og miðla til gesta sem fara um svæðið. Skiltin verða hallandi fræðsluskilti af gerðinni 6a (sbr. skiltahandbók friðlýstra svæða og ferðamálastofu) á uppistöðum úr lerki. Á þeim verður stuttur texti á íslensku og ensku um staðinn og sögu hans, auk lýsandi mynda.

Verkefnið mun styðja við varðveislu á sögu byggðalagsins með aukinni þekkingu almennings á svæðinu og sögu þess sem eitt af síðustu heiðabýlum í landinu. Tengsl ábúenda við náttúru Jökulsárgljúfra voru mikil og sérstök. Þau gátu af sér menningarminjar og landslag samofin byggðasögu þingeyjasýslna og aukinn skilningur á því mun styrkja tengsl þjóðgarðs og nærsamfélags. Skiltin verða sett upp á þekktri og nokkuð vinsælli gönguleið "Svínadalshringnum".

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.