Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-020
Fjárhæð 845.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Guðmundur Ögmundsson
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Undanfarin ár hefur verið unnið í að bæta og breyta gönguleið sem liggur yfir varnargarða Skeiðarár, þvert yfir Morsárdal og neðan við Bæjarstaðarskóg. Nú er vilji fyrir því að setja upp upplýsinga- og fræðsluskilti á þessari leið og kynna fyrir gestum sögu svæðisins og þau öfl sem hafa sett mark sitt á svæðið. Gert er ráð fyrir 5 skiltum af tveimur stærðum þar sem yrði m.a. fjallað um Skeiðará og jökulhlaupin, gróðurbreytingar frá landnámi, tildrög varnargarðanna, ferðir yfir sandinn áður en vötnin voru brúuð, byggð í Jökulfelli, Bæjarstaðarskóg og breytingar á honum, útbreiðslu lúpínu og ágengar tegundir almennt svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða gönguleið  sem  liggur yfir varnargarða Skeiðarár, þvert yfir Morsárdal og neðan við Bæjarstaðarskóg. Undanfarin ár hefur verið unnið í því að bæta og breyta þessari gönguleið. Stefnt er að því að setja upp upplýsinga- og fræðsluskilti á þessari leið og kynna fyrir gestum sögu svæðisins og þau öfl sem hafa sett mark sitt á svæðið. Gert er ráð fyrir 5 skiltum af tveimur stærðum þar sem yrði m.a. fjallað um Skeiðará og jökulhlaupin, gróðurbreytingar frá landnámi, tildrög varnargarðanna, ferðir yfir sandinn áður en vötnin voru brúuð, byggð í Jökulfelli, Bæjarstaðarskóg og breytingar á honum, útbreiðslu lúpínu og ágengar tegundir almennt svo eitthvað sé nefnt. Leiðinni er lýst í Skaftafellsbæklingnum og á vefsíðu þjóðgarðsins en lögð verður áhersla á kynningu á henni í héraðsblöðum og jafnvel öðrum fjölmiðlum þegar búið verður að koma upp skiltum. Markmiðið er að reyna að beina fleiri gestum um þessar slóðir til að dreifa álaginu í Skaftafelli og kynna gestum í leiðinni sögu staðarins. Leiðin er tæpir 16 kílómetrar alls en á sléttu landi og án teljandi hindrana. Þetta er skemmtileg ganga fyrir fjölskyldur og við Bæjarstaðarskóg eru lækir sem börnum finnst gaman að sulla í þegar veðrið er gott.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.