Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-018
Fjárhæð 750.000
Umsækjandi Skaftárhreppur / Framkvæmdahópur um uppbyggingu ferðamannastaða í Skaftárhreppi
Stjórnandi Jóna Björk Jónsdóttir, formaður Umhverfis- og náttúruverndarnefndar
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að fá ferðamenn til ganga ekki utan merktra stíga í Eldhrauni, þannig að mosabreiða Eldhraunsins hljóti ekki varanlega skaða af, og stuðla þannig að sjálfbærri ferðaþjónustu. Mosagróðurinn í Eldhrauni er einstæður á heimsvísu þar sem hraungambrinn myndar viða 30 til 50 cm þykkt lag en um leið er mosinn mjög viðkvæmur fyrir traðki. Samkvæmt núverandi náttúruverndarlögum 44/1999 nýtur hraunið og mosabreiðan sérstakrar verndar sem hraun runnið á nútima.

Sett verður upp fræðsluefni um mosann, hversu viðkvæmur hann er og mikilvægi þess að ganga ekki á þessa auðlind íslenskrar náttúru. Fræðsluefnið verður sett upp á áningarstað í Eldhrauninu sem útbúinn var haust 2015. Þar verða ferðamenn hvattir til að stoppa og njóta náttúrunnar. Settar verða upp merkingar við aðkomu ferðamanna inn í hraunið (bæði að austanverðu og vestanverðu við þjóðveg 1). Þar verður tilgreind fjarlægð í áningarstað og hvaða þjónusta er þar í boði (áningabekkir, fræðsluefni og salerni). Auk þess felst hluti þessara innviða í skiltum og lokunum á slóðum og útaf keyrslum inn á hraunið.

Verkefnið er tvíþætt: Í fyrsta lagi að stýra umferð ferðamanna í Eldhrauni og sporna þannig gegn eyðileggingu mosa og hrauns. Í öðru lagi útbúa fræðsluefni til ferðamanna um viðkvæmni mosans og hraunsins, og þar með að sporna gegn eyðileggingu náttúrunnar.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.