Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-021
Fjárhæð 1.500.000
Umsækjandi Landgræðsla ríkisins / Kristín Svavarsdóttir
Stjórnandi Kristín Svavarsdóttir
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Birki nam land á Skeiðarársandi undir lok 20 aldar. Ef ekki verða óvænt áföll, mun þar vaxa upp víðáttumikill birkiskógur á næstu áratugum og fela í sér mestu breytingar á umhverfi Skeiðarársands á a.m.k. 700 árum. Árið 2004 var birkið mjög lágvaxið og líklega allt fyrsta kynslóð landnema. Þar sem birkið er þéttast, nálægt þjóðvegi 1 milli Háöldukvíslar og Sæluhúsavatns, hækkaði meðalhæð 10 hæstu trjánna í úrtaki frá um 50 cm 2004 í um 140 cm 2013. Stærstu tré eru nú yfir 3 m há en voru um 70 cm 2004. Fræframleiðsla hefur aukist jafnt og þétt og þrátt fyrir léleg frægæði komast margar plöntur á legg. Stefnt er því að kortleggja útbreiðslu og þéttleika birkis á Skeiðarársandi. Rannsóknin þarf að spanna 125km² svæði og um stærstan hluta þess má ekki aka. Grunngögn verða loftmyndir, teknar af flygildi (dróna), á reglulegu 1 km hnitakerfi.

Markmið verkefnisins er að ákvarða útbreiðslu og þéttleika birkis á Skeiðarársandi. Rannsóknarspurningar okkar eru:

  • (1) Hver er útbreiðsla og þéttleiki birkis á Skeiðarársandi?
  • (2) Hvaða breytingar hafa orðið á útbreiðslu og þéttleika birkis á Skeiðarársandi seinasta áratuginn?
  • (3) Er unnt að tengja útbreiðslu og þéttleika birkis á Skeiðarársandi við umhverfisþætti, s.s. 
    • (a) fræuppsprettu,
    • (b) grófleika/stöðuleika undirlags og
    • (c) mosaþekju.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.