Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2015-023
Fjárhæð 5.000.000
Umsækjandi Óbyggðasetur Íslands
Stjórnandi Arna Björg Bjarnadóttir
Lengd verkefnis
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið felur í sér miðlun á rannsóknum og fræðastarfi Óbyggðaseturs Íslands. Markmiðið er að setja upp tvær yfirlitssýningar, annars vegar um líf í jaðri óbyggðanna og hins vegar í óbyggðum. Auk sérsýningar um Vigfús Sigurðsson frá Egilsstöðum í Fljótsdal. Einnig felur verkefnið í sér að setja upp gagnabanka og heimasíðu til að miðla fræðsluefni til almennings. Á sýningunum er allt kapp lagt á lifandi og fjölbreyttar miðlunarleiðir þannig að gestir hrífist með og verði virkir þátttakendur. Framsetning og efnistök sýninganna miða að því að auka skilning og virðingu fyrir náttúru og menningu óbyggðanna.

Verkefnið felst einnig í að setja upp gagnabanka með öllum heimildum Óbyggðasetursins, s.s. rannsóknum, samantektum, kvikmynduðu efni, hljóðupptökum, ljósmyndum, rituðu efni ofl. Auk þess verður sett upp heimasíða sem er gátt að gagnabankanum og öðru efni Óbyggðasetursins.

Óbyggðasetur Íslands er miðstöð rannsókna, þekkingar og fræðslu um mannlíf í óbyggðum og við jaðar þeirra. Það er staðsett við mörk stærstu óbyggða Norður Evrópu í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs, á Egilsstöðum sem er innsti bærinn í Norðurdal í Fljótsdal. Bærinn er þó eingöngu í 16-18 km fjarlægð frá ört vaxandi ferðamannastöðum þ.e. Snæfellsstofu, Gunnarshúsi á Skriðuklaustri og Hengifossi. Á Óbyggðasetrinu verður boðið upp hágæða menningarferðaþjónustu sem byggir á náttúru og menningararfi óbyggðanna og jaðarbyggða þeirra.

Fræðslustarfi Óbyggðasetursins er einnig ætlað að vekja fólk til umhugsunar og ábyrgðar varðandi umgengni í Þjóðgarðinum og landinu í heild. 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.