Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2016-001
Fjárhæð 700.000
Umsækjandi Snorri Baldursson
Stjórnandi Snorri Baldursson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Styrkur var veittur til að prenta bókina Á slóðum Skaftárelda 1783-1784. Bókin er hugsuð sem aðgengilegt upplýsingarit og ljósmyndabók um eitt af krúnudjásnum Vatnajökulsþjóðgarðs; Lakagíga og nágrenni.

Bókin er í 23x22 cm broti, skrifuð á íslensku og ensku og rétt innan við 100 bls. að lengd. Í fyrri hluta bókarinnar er texti og skýringarmyndir sem segja sögu Skaftárelda og afleiðinga þeirra og greina frá stöðu og vernd Lakagíga í dag. Seinni hluti bókarinnar samanstendur af völdum ljósmyndum frá svæðinu. Meðhöfundur texta er Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur og helsti sérfræðingur heims í Skaftáreldum en Snorri Baldursson hefur tekið allar ljósmyndir bókarinnar.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.