Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2016-002
Fjárhæð 800.000
Umsækjandi Kristín Svavarsdóttir / Landgræðsla ríkisins
Stjórnandi Kristín Svavarsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Þetta verkefni er framhald af verkefni frá 2015, styrkurinn var veittur til þess að ljúka megi úrvinnslu gagna frá þeirri könnun og til að meta þéttleika birkis á efri hluta sandsins.

Birki byrjaði að vaxa á Skeiðarársandi undir lok 20. aldar og ef ekki verða óvænt áföll þá mun þar vaxa upp víðáttumikill birkiskógur á næstu áratugum og fela í sér mestu breytingar á umhverfi Skeiðarársands í margar aldir.

Árið 2004 var birkið lágvaxið og allt fyrsta kynslóð en nú, meira en áratug síðar, er áhugavert að vita hvernig staðan hefur þróast.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.