Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2016-004
Fjárhæð 1.500.000
Umsækjandi Hjólafærni á Íslandi
Stjórnandi Sesselja Traustadóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Viðhengi Cycling-Ahlid-EN-2017.pdf Cycling-Bhlid-EN-2017.pdf hjolafærni-B-hlid-ISL-2017.pdf hjolafærni-A-hlid-ISL-2017.pdf
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Þetta er framhald af verkefni frá 2015 þar sem prentað var kort og sett upp vefsíða fyrir hjólreiðamenn.

Í þetta skipti var markmiðið að bæta vefinn og þýða han á þýsku og íslensku (upprunalega verkefnið var fyrir vef á ensku). Auk þess sem prenta á fleiri kort (í þetta skipti einnig á þýsku og íslensku) og halda áfram að dreifa frítt.

Cycling Iceland miðlar góðum upplýsingum um þjónustu við hjólreiðar um allt land. Einnig um þéttbýli og almenna þjónustu; sundlaugar, tjaldstæði, innigistingu, verslun og náttúrulaugar. Vegnúmer eru á helstu vegum, vöð eru merkt, umferðarþungi á vegum, undirlag þeirra og halli í brekkum. Friðlönd sem ekki má tjalda frjálst í, eru sýnd, einnig vegaxlir og stórt kort sem sýnir allar almenningssamgöngur á landinu. Einkar vinsæl viðbót kom inn á kortið 2016 - merkingar á matsölustöðum um allt land. Það fannst mörgum hjólreiðamanninum gott að fá enda sísvangir ferðamenn á leið um landið. Auk þess kom inn á kortið 2016 mjög gott hjólakort um höfuðborgarsvæðið, sem og litlar kortamyndir af Reykjanesbæ og Akureyri. Þá var einnig unnin einstakur upplýsingalisti um öll tjaldsvæði landsins og aðstæður á þeim. Starfsmenn ferðaþjónustunnar um allt land hafa náð að kynnast þessu korti á liðnum árum og bera því einkar vel söguna. Kortamyndin sjálf er án allra auglýsinga sem og heimasíðan www.cyclingiceland.is.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.