Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2016-006
Fjárhæð 462.000
Umsækjandi Bryndís Marteinsdóttir/Háskóli Íslands
Stjórnandi Bryndís Marteinsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Markmið verkefnisins er að meta hvernig áhrif sauðfjárbeitar á framvindu gróðurs á Skeiðarársandi dreifist yfir sandinn og hversu öflugur frædreifari sauðfé getur verið.

Árið 2004 voru tíu 40m x 40m rannsóknarreitir girtir af og hófust þannig rannsóknir á áhrifum sauðfjárbeitar á gróðurframvindu á Skeiðarársandi. Árið 2015 hófust rannsóknir á mikilvægi sauðfjár fyrir frædreifingu á sandinum. Þessar rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir aðeins 200 lambær gangi á sandinum þá hefur það áhrif á framvindu gróðurs.

Þetta verkefni gengur m.a. út á að kortleggja ferðir fimmtán kinda yfir sumarið 2017, þessu verður áorkað með hjálp staðsetningartækja. Með þessu viljum við finna út hvar sauðfé heldur sig á sandinum, hversu líklegt er að það dreifi fræjum og hvort drefing fésins endurspegli gróðurþekju.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.