Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2016-007
Fjárhæð 1.500.000
Umsækjandi Gunnarsstofnun
Stjórnandi Bryndís Marteinsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið snýst um að taka 360° myndir og myndband af hinni fornu leið sem lá yfir Vatnajökul frá Fljótsdal og niður í Suðursveit og lokaðist á 18. öld. Myndefni verður síðan nýtt til að endurskapa leiðina í sýndarveruleika og gefa fólki kost á að skoða hana, bæði eins og hún leit út fyrir 500 árum á tíma Skriðuklausturs (sýndarveruleiki) og einnig eins og hún lítur út í dag.

Með hjálp nýjustu tækni mun fólk geta í flugham fetað í fótspor þess fólks sem sótti í verstöðvar í Suðursveit og flutti síðan björg í bú klaustursins. Þannig mun verkefnið einnig veita innsýn í breytingar á jöklinum á þessu tímabili.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.