Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 1.400.000
Umsækjandi Snorri Þór Tryggvason
Stjórnandi Snorri Þór Tryggvason
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Taka skal 360 gráðu loftmyndir af öllum helstu áfangastöðum Vatnajökulsþjóðgarðs og gera þær aðgengilegar almenning á vefsíðu og farsíma-appi. 360 gráðu loftmyndir þessar eru samsettar úr tugum mynda, sem gerir það að verkum að myndirnar verða fáanlegar í gríðarlega mikilli upplausn, sem gerir manni kleift að líta í kringum sig í allar áttir og veita þær þannig ákaflega góða yfirsýn og skilning á viðkomandi áfangastöðum og innbyrðis tengslum þeirra. Myndirnar verða einnig gerðar gagnvirkar (interactive), en öll helstu örnefni á viðkomandi svæðum verða merkt inn á loftmyndirnar. Loftmyndunum er ætlað að stuðla að auknum skilning og áhuga á Vatnajökulsþjóðgarði og veita áður óþekkta sýn á fjölbreytileika landslagsins auk þess að bæta skilning á íslenskri náttúru og sutðla að ábyrgari umgengi á náttúrunni. Þetta loftmynda safn verður fræðandi og skemmtileg viðbót við þær heimildir sem til eru af svæðinu en markmiðið er að byggja upp gott safn slíkra loftmynda sem munu nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á landsvæðinu og þeim sem vilja fræðast um náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ætlunin er að bjóða Vinum Vatnajökuls, gestastofum og upplýsingamiðstöðvum ferðamanna innan þjóðgarðsins gjaldfrjáls afnot af þessum myndum á sínar eigin vefsíður, auk þess sem setja má upp snertiskjái í gestastofum þjóðgarðsins þar sem ferðamenn geta skoðað myndirnar af kostgæfni áður en svæðið er kannað. Verkefnið miðar að því að mynda hvern þessara áfangastaða bæði að sumri og vetri, ekki síst til að stuðla að auknum áhuga ferðamanna á vetrarferðum og jafna þannig ágang ferðamanna um þjóðgarðinn.

Loftmyndirnar verða teknar á eftirtöldum stöðum: Ásbyrgi, Hljóðaklettar og Vesturdalur, Dettifoss, Hafragilsfoss, Selfoss, Eldgjá, Vonarskarð, Lónsöræfi, Nýidalur, Hvannagil, Grímsvötn, Askja og Víti, Nautagil, Kverkfjöll, Lakagígar, Skaftafell (Svartifoss, tjaldsvæði, Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Morsárjökull), Jökulsárlón, Fjallsárlón, Hvannadalshnúkur, Herðubreiðarlindir, Jökulsárgljúfur, Hvannalindir, Jökulheimar, Holuhraun, Bárðarbunga, Snæfell, Kárahnjúkar

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.