Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 4.300.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Guðmundur Ögmundsson
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið snýst um að setja upp sérstaka sýningu í Gljúfrastofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi. Um er að ræða sameiginlegt verkefni þjóðgarðsins og Fálkaseturs Íslands. Sýningunni er ætlað um 23m2 pláss í aðalrými gestastofunnar. Árlega heimsækja um 60 þúsund gestir Gljúfrastofu og er markmið sýningarinnar að fræða þá um íslenska fálkann, m.a. lifnaðarhætti, vistfræði og tengsl hans við aðrar tegundir. Fræðslan á að stuðla að vernd fálkans og um leið dýpka skilning almennings á náttúrunni og samhengi hennar. Sýningin mun að lágmarki innihalda veggspjöld með fræðsluefni, en einnig er ætlunin að sýna uppstoppaða fálka og aðra náttúrugripi eftir því sem við á og nýta gagnvirka margmiðlun í framsetningu á efni. Endanleg útfærsla verður í höndum sýningarhönnuðar.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.