Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Sjónhending ehf.
Stjórnandi Gunnlaugur Þór Pálsson
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Gera á heimildakvikmynd um listmálarann Eggert Pétursson. Einstök málverk Eggerts af íslenskri flóru hafa markað honum sess sem eins kunnasta íslenska listamanns samtímans. Jökulsárgljúfrin í Vatnajökulsþjóðgarði og ferð okkar, sérstaklega í Hólmatungur er í senn hornsteinn og hreyfiafl myndarinnar. Ótrúlegur margbreytileiki flórunnar og ótal lækir og lindir með óteljandi hólmum, þar sem bláar og gular sóleyjar blika í þungum nið beljandi Jöklu. Við fylgjumst með Eggerti í þessu einstaka landslagi, en í Jökulsárgljúfrum má finna nær allt flórumengi Íslands. Hvernig fangar gróðurinn, hug og upplifun listamannsins? Hvaða áhrif hefur margbreytileiki flórunnar á sýn hans og hvernig mun fjarvídd forms, lita og skugga, líta út á striganum og hver er líkleg skynjun áhorfandans? Frá skissubók Eggerts til málverks, með skínandi deplum og ögnum sem gefa til kynna rými handan myndarinnar, hefur ljósið ekki skilist frá skuggunum og myrkrinu fyrr en áhorfandinn brennir það í huga sér.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.