Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Kirkjubæjarstofa
Stjórnandi Vera Roth
Lengd verkefnis 1 ár
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Kirkjubæjarstofa stendur að gerð heimildarritsins “Fornar ferðaleiðir í Skaftárhreppi um aldamótin 1900”. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur bókina út og er hún væntanleg snemma næsta árs. Kirkjubæjarstofa hefur um árabil staðið fyrir ítarlegri söfnun og skráningu heimilda um örnefni og fornar ferðaleiðir í Skaftárhreppi, en í ritinu gefur að líta helstu upplýsingar varðandi fornar ferðaleiðir í Vestur-Skaftafellssýslu eins og þær voru um miðbik 19. aldar og fram yfir aldamótin 1900. Sérstök áhersla er lögð á það landsvæði er nú tilheyrir Skaftárhreppi. Leitað hefur verið heimilda um helstu ferðaleiðir; í hvaða tilgangi menn fóru um þær, hvar þær lágu í landinu, ásamt ferðasögum, ljósmyndum og öðrum frásögum er efninu tengjast. Útdrættir úr dönsku herforingjaráðskortunum eru til frekari glöggvunar. Úrval gamalla ljósmynda prýða bókina og eru þær flestar úr myndasafni Lilju Magnúsdóttur en þær myndir koma að mestu leyti úr einkasöfnum eldri Skaftfellinga.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.