Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 1.000.000
Umsækjandi Náttúrustofa Suðausturlands
Stjórnandi Kristín Hermannsdóttir
Lengd verkefnis 2 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi er eyjan Skúmey, nokkurs konar Surtsey innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Eyjan var öll komin undan Breiðamerkurjökli árið 2000 og þá var líf telið að nema þar land. Fyrir tilstuðlan Náttúrustofu Suðausturlands voru öll hreiður talin í eyjunni vorið 2014 og reyndust þá vera 361 helsingjahreiður í eyjunni. Árið 2017 hlaust styrkur í stórt verkefni í eyjunni, m.a. frá Vinum Vatnajökuls. Markmið þess var að skrá og kortleggja jarðmenjar, gróður og vistkerfi Skúmeyjar. Unnið er að úrvinnslu úr gögnum sem söfnuðust vorið og sumarið 2017. Meðal þess sem skráð var vorið 2017 voru tæp 1000 helsingjahreiður. Þessi mikla aukning á þremur árum vekur upp spurningar um þróun varpsins. Talið er mikilvægt að skrá öll hreiður í eyjunni að vori 2018 til að sjá enn betur hvernig fjöldi hreiðra breytist á milli ára.

Markmið verkefnisins er að skrá öll hreiður sem eru í eyjunni á varptíma fugla að vori 2018. Til að fá samanburð við talningar frá 2014 og 2017 en einnig til að ná betur utanum þéttleika varpsins.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.