Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Vatnajökulsþjóðgarður
Stjórnandi Guðmundur Ögmundsson
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Styrkurinn verður nýttur til að endurnýja gönguleiðabækling um Jökulsárgljúfur.

Kortabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur var síðast endurnýjaður 2013. Síðan þá hafa orðið breytingar á krossgötum tveggja gönguleiða og legu einnar leiðar breytt. Eins hefur nýtt þrívíddarkort af Ásbyrgi farið í dreifingu og hlotið góðar undirtektir gesta, en um leið gert eldri framsetningu nánast úrelta. Því þarf að fara í gagngera uppfærslu á gönguleiðabæklingi fyrir Jökulsárgljúfur. Áhersla verður lögð á sérkort sem dregur betur fram gönguleiðir í Ásbyrgi og sérkort fyrir Vesturdal/Hljóðakletta, Hólmatungur og Dettifoss verða nýjung. Þar af leiðandi mun töluverð vinna og kostnaður fara í kortagerð. Meginvinnan mun fara fram með Fixlanda ehf. sem sér um kortamál þjóðgarðsins, en einnig verður skoðaður möguleikinn á að nýta þá vinnu sem Borgarmynd hefur þegar innt af hendi.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.