Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 2.800.000
Umsækjandi Náttúrufræðistofnun Íslands
Stjórnandi Ásrún Elmarsdóttir
Lengd verkefnis 2 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Árið 1979 hóf Náttúrufræðistofnun Íslands rannsóknir á áhrifum beitarfriðunar á gróðurframvindu í þjóðgarðinum en árið áður var þjóðargarðslandið girt af og tók þá að mestu fyrir búfjárbeit. Árið 1981 var lokið við að koma upp og mæla gróður í 54 föstum gróðurreitum í mismunandi landi í garðinum, allt frá 100-700 m y.s. Reitirnir voru síðan endurmældir á árunum 1985-1987.

 

Markmið verkefnisins er að halda áfram rannsóknum á gróðri og framvindu hans í Skaftafelli. Í verkefninu verður gróðurframvinda rannsökuð og einnig áhrif hlýnandi veðurfars á framvindu og líffræðilega fjölbreytni, framandi tegunda og beitarfriðunar. Auk vísindalegs og forspárgildis fyrir önnur svæði, munu niðurstöður verkefnisins koma að miklum notum við fræðslu og umönnun þjóðgarðsins.

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.