Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 3.000.000
Umsækjandi Ragnar Axelsson og Tómas Guðbjartsson
Stjórnandi Tómas Guðbjartsson
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Um er að ræða nýstárlega bók um Jökla þar sem skriðjöklar Vatnajökuls eru í forgrunni. Myndirnar eru allar eftir Ragnar Axelsson, flestar úr lofti en myndunum fylgir stuttur texti eftir Tómas Guðbjartsson lækni, sem líkt og Ragnar gjörþekkir jökulinn. Myndirnar eru hver fyrir sig eins og abstrakt listaverk en sýna um leið hversu mikið þessir jöklar hafa hörfað með hlýnun jarðar. Myndirnar sýna því bæði fegurð þessara jökla, sem eru með þeim stórkostlegustu sem til eru, en eru um leið dæmi um ósnortin víðerni eins og þau gerast best. Loks er bókin mikilvæg heimild um þennan langstærsta jökul Evrópu og hvernig hann hefur breyst á aðeins fáeinum áratugum. Bókina á að gefa út með styrkjum frá samtökum og einstaklingum en hún verður ekki hefðbundin jökla- eða ljósmyndabók, texti verður stuttur svo myndirnar njóti sín sem best.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.