Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Sænautasel ehf.
Stjórnandi Lilja Óladóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Styrkur þessi verður nýttur til undirbúningsvinnu við að setja upp safn í gamla bænum í Sænautaseli. Safnið á að vera um Sjálfstætt fólk, sögu Halldórs Kiljan Laxness og sjálfstæðisvilja heiðarbúanna almennt. Ástæða fyrir því að fólk flutti í Heiðina var aðallega að það skorti jarðnæði í byggð og fólk vildi vera sjálfs síns herrar. Vinnufólk sem felldi hugi saman gat ekki gift sig og komið upp heimili nema hafa jarðnæði.

Innlendir og erlendir ferðamenn sem sækja bæinn heim og hafa áhuga á sögu heiðarbýlanna og einnig fólk sem hefur áhuga á bókmenntum eftir Hallór Kiljan Laxness. Það er í gangi vinna við að kynna Vestur-Íslendingum öll heiðarbýlin þar sem mjög margir heiðarbúar fluttu til Vesturheims í framhaldi af Öskugosinu 1875. 3. Það hefur verið starfrækt ferðaþjónusta í Sænautaseli frá1994 og staðurinn orðinn nokkuð vel kynntur. En alltaf má gera betur. Verið er að vinna að nýjum veglegum bæklingi á íslensku og ensku um heiðarbýlin og verður hann vonandi tilbúinn á vordögum 2018. Þessi bæklingur mun verða góð viðbót í kynningu á heiðarbýlunum. Einnig stendur til að gera heimasíðu fyrir Sænautasel.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.