Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 500.000
Umsækjandi Náttúrustofa Suðausturlands
Stjórnandi Snævarr Guðmundsson
Lengd verkefnis 2 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Á Breiðamerkursandi er vitnisburður um landmótun jökla hvað aðgengilegastur hérlendis. Svo orkuríkt er landið að atburðarás landbreytinga má nema á fremur stuttum tíma. Örastar eru þær á Breiðamerkurjökli, sérstaklega þar sem hann kelfir í Jökulsárlón. Þjóðleiðin milli Suður- og Austurlands hefur frá landnámi legið með ströndinni á Suðausturlandi, þaðan sem sífellt var sýn á skriðjökla Vatnajökuls. Lýsingar á Breiðamerkurjökli og jökulánum skráðu ferðalangar, embættismenn og vísindamenn allt frá byrjun 18. aldar. Í svo svipmiklu og kviku landi hafa síðan verið stundaðar vísindarannsóknir, á landmótun og landnámi lífríkisins, ekki síst á síðustu áratugum. Það er þessi söguþráður sem skal taka saman. Landbreytingar á síðustu öldum og rannsóknir.

Ætlunin er að draga upp tímatalsyfirlit (krónólógíu) yfir tengsl manna og náttúru – atburðarásina sem orðið hefur á síðustu þremur öldum á Breiðamerkursandi og Breiðamerkurjökli. Yfirlitið mun byggja á ritheimildum, munnmælum og fjölmörgum rannsóknum og varpa skýrara ljósi á framvindu landbreytinga á svæðinu.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.