Upplifunarfræðsla með lifandi hljóðleiðsögn
Um verkefnið | |
Ár | 2017 |
Fjárhæð | 1.000.000 |
Umsækjandi | Óbyggðasetur ehf. |
Stjórnandi | Steingrímur Karlsson |
Lengd verkefnis | 1 ár |
Fyrra verkefni | Næsta verkefni |
Markmið
Verkefnið felst í að hanna og framleiða nýstárlega hljóðleiðsögn og fjölbreytta miðlun utandyra. Í hljóðleiðsögninni verður spilað á skilningarvit sýningargesta með áhrifahljóðum, tónlist og ólíkum leikröddum sem gerir upplifunina ævintýralega og lifandi, þar sem gestir fikra sig um sjónrænar uppsetningar sýningarinnar. Fólk fær í hendur handsmíðuð tæki sem líta út eins og gamall áttaviti en eru í raun “dulbúin” hljóðtölva sem leiðir fólk áfram frá einum sýningarþætti til annars. Þannig fá gestir fræðslu gegnum upplifun beint í æð. Þetta eykur einnig möguleika á miðlun á fjölda tungumála og styrkja rekstur setursins. Þegar hefur verið smíðað frumeintak af hljóðleiðsagnartækinu og teknir upp og hljóðblandaðir bútar sem gefa skýra mynd af útkomu verkefnisins . Einnig snýr verkefnið að því að bæta þáttum við útisýningu setursins, til að skapa enn sterkari tengingu við hálendið. Þar má nefna útilegumannaskúlptúr á heiðarbrúninni og gamlan Willisjeppa sem segir á lifandi máta sögu fyrstu jeppaferðanna um óbyggðir.