Vinir Vatnajökuls
Um verkefnið
Ár 2017
Fjárhæð 750.000
Umsækjandi Náttúrustofa Austurlands og Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Stjórnandi Kristín Ágústsdóttir
Lengd verkefnis 1 ár
Vefsíða verkefnis Sjá hér
Fyrra verkefni Næsta verkefni

Markmið

Verkefnið gengur út á að meta ástand gróðurs í Hvannalindum, finna hugsanlegar orsakir breytinga og mögulegar mótvægisaðgerðir við hrörnun. Rannsóknir voru gerðar á gróðri í Hvannalindum á 8. áratugnum. Gert er ráð fyrir að heimsækja sömu staði og voru rannsakaðir í fyrrnefndri rannsókn. Háplöntur verða skráðar og þekja gróðurs metin. Svæðið verður metið almennt og ástandsskoðað m.t.t. gróðurbreytinga/gróðurhnignunar. Mat verður lagt á hvort bæta þurfi við frekari rannsóknareitum á áhættusvæðum. Þá verða gervitunglamyndir skoðaðar til að leita vísbendinga um gróðurbreytingar á liðnum árum. Niðurstöðum verður skilað í minnisblaði sem starfsmenn Þjóðgarðsins geta haft að leiðarljósi. Gerð verður grein fyrir gróðurbreytingum og mögulegum orsökum gróðureyðingar/hnignunar á svæðinu og lagt mat á mögulegar leiðir til inngrips til að vernda gróður.

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.