Vinir Vatnajökuls

Námskeið og uppákomur á vegum Vina Vatnajökuls

Vinir Vatnajökuls hafa staðið fyrir námskeiðum og uppákomum svo sem:

Tveggja kvölda námskeiði árið 2010 sem bar heitið Náttúruperlan Vatnajökulsþjóðgarður: Snæfell og Eyjabakkar fyrirlesari var Oddur Sigurðsson jarðfræðingur

Háfjallakvöld með Ed Viesturs í boði Vina Vatnajökuls, 66° Norður og Félags íslenskra fjallalækna var haldið í aðalsal Háskólabíós árið 2013. Aðgangur var ókeypis og komust færri að en vildu

Þá stóðu Vinirnir fyrir tveggja daga námskeiði fyrir þjóðgarðsverði og fasta starfsmenn þjóðgarða og friðaðra svæða á Íslandi sem haldið var í Freysnesi í Skaftafelli í mars 2014. Fengnir voru til landsins tveir fyrirlesarar frá Bandaríkjunum þeir Greg Dudgeon, þjóðgarðsvörður, Gates of the Arctic National Park and Preserve, Fairbanks og Dave Dalhen, forstöðumaður, Stephen T. Mather Training Center, Harpers Ferry. Fjölluðu þeir um Sögu og hugmyndafræði bandarískra þjóðgarða og Tækifæri íslenskra þjóðgarða

Í framhaldi námskeiðsins var haldin ráðstefna, sem opin var almenningi, í sal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, undir yfirskriftinni: Þjóðgarðar fyrir alla.

Með ráðstefnunni vildu Vinir Vatnajökuls bjóða almenningi að njóta þekkingar ráðgjafanna og heyra viðhorf Íslendinga til íslenskra þjóðgarða og náttúruverndarsvæða.

 

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.