Vinir Vatnajökuls

Meðferð Persónuupplýsinga

Persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga eru mikilvægir þættir og Vinir Vatnajökuls taka alvarlega þær skyldur sem þeim fylgja. Hér á eftir verður farið yfir hvernig samtökin fara með persónuupplýsingarnar þínar, t.d. hvernig þeim verður safnað, þeim miðlað, þær skráðar, unnar, varðveittar og hvernig öryggis þeirra er gætt þannig að það samræmist lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Einnig verður farið yfir á hvaða grundvelli persónuupplýsingarnar eru unnar, hver réttindi þín eru og hvernig þú hefur samband við okkur vegna meðferðar persónuupplýsinga.

Hafa samband +

Einstaklingar geta haft samband við framkvæmdarstjóra Vina Vatnajökuls með öll mál sem tengjast vinnslu á persónuupplýsingum þeirra.

Samskiptaupplýsingar samtakanna
Vinir Vatnajökuls
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
S: 8918191
vinir@vinirvatnajokuls.is

Heimild til vinnslu persónuupplýsinga +

Samkvæmt lögum um persónuvernd er okkur aðeins heimilt að vinna persónuupplýsingar ef við höfum nægilega góðar ástæður til þess. Ein eða fleiri eftirfarandi ástæðna verður að vera til staðar:

  • Þegar það er nauðsynlegt vegna framkvæmdar samnings milli okkar, s.s. aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að stofna til hvers konar viðskipta t.d. framkvæma samning um stykveitingar. Sama gildir um breytingar á áður gerðum samningum.
  • Þegar þú samþykkir að við vinnum persónuupplýsingar um þig.

Ekki er heimilt að vinna viðkvæmar persónuupplýsingar t.d. er varða þjóðernislegan uppruna, stjórnmálaskoðanir, þátttöku í stéttarfélagi og heilsufar nema fyrir hendi séu einhverjar af þeim undantekningum sem lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um, s.s. ótvírætt samþykki, vinnsla sé nauðsynleg til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur eða vinnsla fari fram á upplýsingum sem einstaklingur hefur sjálfur gert opinberar.

Með hvaða persónuupplýsingar vinnum við og til hvers +

Við vinnum ýmsar tegundir persónuupplýsinga þótt stærstur hluti þeirra séu fjárhags- og samningsupplýsingar. Hér á eftir er lýsing á flestum þeim flokkum persónuupplýsinga sem við vinnum með og tilgangi vinnslu þessara upplýsinga.

Samskiptaupplýsingar: Nafn, heimilisfang og aðrar samskiptaupplýsingar s.s. eins og netfang og símanúmer auk upplýsinga er varða samskipti þín við okkur svo að við getum haft samband við þig og borið kennsl á þig.

Kennitala, skilríki og auðkenni: Kennitölur, skilríki hvers konar t.d. eins og vegabréf, ökuskírteini og rafræn auðkenni svo að við getum borið kennsl á þig.

Samningsupplýsingar: Atriði er varða þá samninga sem þú hefur gert við okkur og upplýsingar um þær vörur og þá þjónustu sem við veitum þér svo hægt sé að framfylgja ákvæðum samninga.

Upplýsingar um samskipti: Upplýsingar sem við fáum um þig með bréfum og tölvupóstum sem þú skrifar okkur og samræðum okkar á milli svo við getum veitt þér þjónustu, bætt hana og brugðist við erindum þínum og ábendingum.

Opinberar upplýsingar: Upplýsingar úr þjóðskrá,

Skjöl sem þú hefur undirritað eða afhent okkur: Við geymum afrit af þeim samningum sem þú hefur gert við okkur og skjölum sem þú hefur afhent okkur í tengslum við gerð slíkra samninga. Þetta gerum við til að sanna tilvist samninganna og efnisatriði þeirra.

Viðkvæmar persónuupplýsingar: Sumar persónuupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar í lögum um persónuvernd. Þetta eru t.d. upplýsingar er varða kynþátt eða þjóðernislegan uppruna, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð eða heimspekilega sannfæringu, aðild að verkalýðsfélagi, erfðafræðilegar upplýsingar, lífkennaupplýsingar og heilsufarsupplýsingar. Við hvorki söfnum þessum persónuupplýsingum né vinnum þær án þíns samþykkis nema með sérstakri lagaheimild.

Samþykki: Hvers konar samþykki eða leyfi sem þú veitir okkur. Í þessu felast m.a. upplýsingar um hvernig þú vilt að við höfum samband við þig

Verði persónuupplýsingar notaðar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi látum við þig vita.

Hvaðan öflum við persónuupplýsinga +

Persónuupplýsingar sem við vinnum berast yfirleitt beint frá þér en við vinnum einnig upplýsingar sem okkur hafa borist með öðrum leiðum t.d. með aðgangi að opinberum skrám eins og þjóðskrá.

Við söfnum saman þeim persónuupplýsingum sem þú lætur okkur í té, til dæmis:

  • Þegar þú sækir um styrk til okkar eða aðra þjónustu
  • Þegar þú notar vefsíðuna okkar
  • Með tölvupóst- og bréfasamskiptum

Hversu lengi varðveitum við persónuupplýsingar +

Við varðveitum sumar persónuupplýsingarnar þínar á meðan þú ert styrkþegi en þær hjálpa okkur að veita þér góða þjónustu og uppfylla lagalegar skyldur okkar. Varðveislutímabil getur ýmist verið lengra eða styttra eftir eðli upplýsinga, eða þjónustu sem við veitum þér og lagalegri skyldu. Til dæmis getum við varðveitt upplýsingarnar þínar í lengri tíma í samræmi við lög nr. 145/1994 um bókhald, ef þess er þörf til þess að verjast réttarkröfum.

Með hverjum deilum við persónuupplýsingum +

Við deilum persónuupplýsingum þínum ekki með aðilum utan samtakanna nema í sérstökum tilfellum:

  • Ef þú samþykkir það.
  • Með eftirlitsaðilum á grundvelli lagaheimildar.
  • Samkvæmt dómsúrskurði.
  • við kaup á þjónustu þriðja aðila sem veitir samtökunum þjónustu t.d. við hýsingu kerfa.

Þegar við kaupum þjónustu utanaðkomandi aðila t.d. til að hýsa kerfi þá veljum við eingöngu aðila sem hafa gert viðeigandi öryggisráðstafanir vegna vinnslu persónuupplýsinga og fara að lögum og reglum um persónuvernd.

Öryggi +

Við leggjum mikið upp úr öryggi persónuupplýsinga þinna og erum bundin trúnaði og þagnarskyldu um þær. Verði öryggisbrestur verður farið með öll slík mál í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Þinn réttur +

Persónuverndarlögin veita þér ýmsan rétt en en hafa ber í huga að í einhverjum tilfellum kann að vera að hann takmarkist af einhverjum ástæðum. Til dæmis getum við ekki eytt þeim gögnum sem okkur ber lagaskylda til að varðveita. Við tökum þó ávallt allar athugasemdir og beiðnir til skoðunar. Ef við getum ekki orðið við beiðninni að einhverjum ástæðum þá gerum við grein fyrir því.

Við vekjum athygli á því að ef þú ert ósátt eða ósáttur við það hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar eða vilt ekki láta okkur þær í té kann samtökunum í vissum tilvikum að reynast ómögulegt veita þér tiltekna þjónustu.

Skilyrði þess að beiðnir verði afgreiddar eru að beiðandi geti sannað á sér deili.

Aðgangur að eigin persónuupplýsingum +

Þú átt rétt til þess að fá að vita hvort að samtökin vinna persónuupplýsingar um þig og ef svo er þá áttu þú rétt til aðgangs að þeim auk upplýsinga um tilgang vinnslu, flokka persónuupplýsinga, flokka viðtakenda, viðmið um varðveislutíma, rétt þinn þ.m.t. réttinn til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd.

Leiðrétting rangra persónuupplýsinga +

Ef þú telur að einhverjar þeirra upplýsinga sem við varðveitum um þig séu óáreiðanlegar áttu rétt á því að fá þær leiðréttar. Við slíkar aðstæður áttu rétt á því að fara fram á takmörkun á vinnslu persónuupplýsinganna þar til staðfest hefur verið að þær séu réttar.

Eyðing +

Þú átt rétt á því að fara fram á að við eyðum persónuupplýsingum um þig tafarlaust ef þú telur upplýsingarnar ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra, þú dregur til baka samþykki sem vinnsla þeirra byggist á og ekki er annar lagagrundvöllur fyrir vinnslunni eða ef vinnsla upplýsinganna er ólögmæt.

Takmörkun á vinnslu +

Þú átt rétt á því að óska þess að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig ef þú vefengir að upplýsingarnar séu réttar, ef þú telur vinnslu upplýsinganna ólögmæta eða að við þurfum ekki lengur á þeim að halda en þú þarfnast þeirra til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.

Flutningsréttur +

Þú átt rétt á því að fá persónuupplýsingar sem varða þig, sem þú hefur látið okkur í té, á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði. Þú mátt einnig óska þess að við áframsendum upplýsingarnar þínar beint til þriðja aðila. Þetta á aðeins við hafi vinnsla persónuupplýsinga verið byggð á samþykki og vinnslan er sjálfvirk.

Andmælaréttur +

Þú átt rétt á því að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna og notkun þeirra til beinnar markaðssetningar hvenær sem er, þar á meðal gerð persónusniðs í þeim tilgangi.

Afturköllun samþykkis +

Í þeim tilvikum þar sem þitt samþykki er gert að skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga átt þú rétt á því að draga samþykkið til baka. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu á grundvelli samþykkisins fram að afturköllun.

Kvörtun til Persónuverndar +

Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og úrskurðar í ágreiningsmálum á sviði persónuverndar. Hægt er að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd sem hér segir:

Persónuvernd
Rauðarárstíg 10,
105 Reykjavík
S: 510-9600
postur@personuvernd.is

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.