Vinir Vatnajökuls

Mynd hér fyrir ofan sýnir stjórn samtakanna ásamt fráfarandi formanni Sigurði Helgasyni, eftir ársfund árið 2014.

 

Lög um stjórn Vina Vatnajökuls

Stjórn Vina Vatnajökuls skipa sjö einstaklingar, formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri og þrír meðstjórnendur. Fimm stjórnarmenn eru tilnefndir til þriggja ára í senn en formaður og varaformaður eru kosnir á ársfundi úr hópi félagsmanna til þriggja ára í senn.  Stjórn samtakanna endurspeglar þau tengsl við atvinnulífið og aðra hagsmunaaðila sem tryggir að samtökin nái markmiðum sínum.

Stjórn kjörin á ársfundi Vinanna 13. apríl 2018. Ekki varð breyting á stjóninni á ársfundi samtakanna 2019.

Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Vina Vatnajökuls á ársfundi samtakanna 13. apríl 2018:

Formaður: 

Theodór Blöndal     

Varaformaður:

Jónas Hallgrímsson

Aðrir í stjórn:

Guðjón Arngrímsson

Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Ásgeir Magnússon

Helga Steinunn Guðmundsdóttir

Ragnhildur Geirsdóttir

 

 

Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu á þjóðgarðssvæðinu og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.